Viðverustefna

Málsnúmer 2403015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Drög að viðverustefnu Fjallabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Markmiðið með viðverustefnu er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma. Auka ánægju og skapa traust og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Halda fjarvistum í lágmarki, þ.e. fækka skiptum, stytta fjarverutímann og efla hag sveitarfélagsins.
Viðverustefnan hefur því þann tilgang að samræma verklag og viðbrögð vegna fjarveru þannig að allir starfsmenn og stjórnendur hafi skýra verkferla í tengslum við tilkynningar, skráningar og viðbrögð við fjarvistum sem/og endurkomu til vinnu eftir veikindi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 241. fundur - 21.03.2024

Á 823. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að viðverustefnu Fjallabyggðar.
Markmiðið með viðverustefnu er að styðja við og hlúa að starfsmönnum vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma. Auka ánægju og skapa traust og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Halda fjarvistum í lágmarki, þ.e. fækka skiptum, stytta fjarverutímann og efla hag sveitarfélagsins.
Viðverustefnan hefur því þann tilgang að samræma verklag og viðbrögð vegna fjarveru þannig að allir starfsmenn og stjórnendur hafi skýra verkferla í tengslum við tilkynningar, skráningar og viðbrögð við fjarvistum sem/og endurkomu til vinnu eftir veikindi.
Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.