Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer
Á 309. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram yfirferð Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar dags. 28.2.2024. Einnig lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands eftir seinni yfirferð stofnunarinnar á skipulagstillögunni dags. 5.3.2024, þar sem brugðist hafði verið við ábendingum þeirra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Eftir auglýsingu deiliskipulagstillögunnar og umsögn VÍ voru m.a. gerðar þær breytingar að felldar voru út lóðir og byggingarreitir við Háveg 64 og 67 ásamt Suðurgötu 93 og 95. Íbúðum við Suðurgötu 79-89 var einnig fækkað töluvert til að koma á móts við umsögn VÍ. Tillagan hefur því þegar verið endurskoðuð m.t.t. þess sem fram kemur í umsögn VÍ. Ekkert af því sem fram kemur í nýrri umsögn VÍ breytir afstöðu nefndarinnar hvað varðar nýjar lóðir við Suðurgötu 79-89. Nefndin leggur hinsvegar til að í kafla 2.6. í greinargerð deiliskipulagsins verði það sérstaklega áréttað að mælt sé með að ný hús sem byggð verða á Suðurgötu 79-89 áður en nýtt hættumat við Strengsgil liggur fyrir, séu byggð með viðeigandi styrkingum. Þar með telur nefndin skipulagið uppfylla skilyrði í reglugerð 505/2000, með síðari breytingum.
Arnar Þór Stefánsson tók til máls.
Nefndin lítur svo á að færist hættumatslína B niður fyrir byggð, sé um tímabundið ástand að ræða þar til varnarmannvirki hafa verið endurbætt.
Samþykkt