Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2401086
Aðalgata, Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 1. mars 2024.
Deildarstjóra tæknideildar er falið að halda áfram með útboðsferli fyrir framkvæmdina, með þeim breytingum sem þegar hafa verið lagðar til og voru bókaðar á 821. fundi bæjarráðs. Samhliða því er skipulagsfulltrúa falið að hefja þegar vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi. Sú vinna skal miðast við að breyting deiliskipulags sé óveruleg. Er þessi skipulagsvinna ekki talin seinka verklegum framkvæmdum þar sem hún á eingöngu við um yfirborðsfrágang á verulega takmörkuðum hluta verksins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.2
2402010
Beiðni um lækkun gjaldskrár
Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 1. mars 2024.
Bæjarráð samþykkir að núverandi 4. mgr. 5. fl. 10. gr. gjaldskrár Hafnasjóðs Fjallabyggðar um aflagjöld verði felldur brott og ný mgr. komi í staðinn: „Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Við sölu afla til skyldra aðila skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð Verðlagsstofu við útreikning aflagjalds. Heimilt er að veita stórnotendum sérstakan afslátt af aflagjöldum. Til stórnotenda teljast aðilar, hverra skipa sem hafa landað samtals/umfram 7500 tonnum af óslægðum sjávarafla síðustu 12 mánuði. Afsláttur til stórnotenda skal vera 12,5%. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds.“
Bæjarráð samþykkir einnig að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gjaldskráin endurskoðuð og vísar þeirri endurskoðun til Hafnarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.3
2402012
Vatnsþarfir vegna styrjueldis í Ólafsfirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 1. mars 2024.
Bæjarstjóra er falið að semja við landeigendur um þóknun vegna skertrar raforkuframleiðslu sem nemur áhrifum af vatnstöku sveitarfélagsins.
Deildarstjóra tæknideildar er falið að hefja strax ástandsskoðun á núverandi lögn frá Burstabrekku, svo koma megi vatni að núverandi mannvirkjum vatnsveitu við nyrðri enda lagnarinnar. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um ástand lagnarinnar á næsta fund bæjarráðs. Samhliða því skal hefja vinnu við að koma upp nauðsynlegum rafrænum vöktunarbúnaði fyrir vatnsveituna sem gefur heildræna sýn á stöðu veitunnar hverju sinni með fjarlestri.
Samhliða viðræðum bæjarstjóra við landeigendur er deildarstjóra tæknideildar einnig falið að hefja undirbúning á beintengingu við Styrjueldið með nýrri lögn frá núverandi veitumannvirkjum. Verði því við komið er æskilegt að nýta tímabundið ónotaðar eldri lagnir, ef þær eru taldar flýta fyrir afhendingu vatns, s.s. til að þvera götur eða erfið svæði.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.