Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 5, og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.2
2402018
Slátturóbot fyrir opin svæði á vegum sveitarfélagsins.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024.
Bæjarráð samþykkir að keyptur verði einn sláttuþjarkur sem tilraunverkefni fyrir sumarið 2024.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.3
2401060
Samstarfssamningur um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku árið 2024
Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.4
2402045
Umsókn Norlandia um þaraöflun undan ströndum Fjallabyggðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin að samningi við Norlandia um þaraöflun innan netalaga lands í eigu Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar um fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.5
2403032
Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024.
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga til samninga við eigendur Eyrargötu 3 og leggja drög að leigusamningi fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
.6
2403045
Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Bæjarráð Fjallabyggðar - 824. fundur - 15. mars 2024.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.