Málstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Í 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er ákvæði um að sveitarfélög skuli setja sér málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál.

Í málstefnunni skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu einnig settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins.

Drög að málstefnu Fjallabyggðar lögð fram til afgreiðslu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 241. fundur - 21.03.2024

Á 823. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að málstefnu Fjallabyggðar.
Í málstefnunni kemur fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu einnig settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins.
Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.