Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis 2024

Málsnúmer 2403019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 823. fundur - 08.03.2024

Gildistími samnings á milli Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis er liðinn. Fyrir liggja drög að endurnýjun til eins árs. Með samningi þessum styður Fjallabyggð við rekstur mannvirkja í eigu félagsins en á móti skuldbindur hestamannafélagið sig til að tryggja þeim sem standa fyrir reiðnámskeiðum fyrir börn og unglinga aðgang að aðstöðunni.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.