Bæjarráð Fjallabyggðar

822. fundur 01. mars 2024 kl. 10:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aðalgata, Siglufirði

Málsnúmer 2401086Vakta málsnúmer

Á 820. og 821. fundi bæjarráðs óskaði deildarstjóri tæknideildar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins. Á 820. fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem bókað var um á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess. Útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði voru lögð fram. Á 821. fundi bæjarráðs voru umbeðin gögn lögð fram og samþykkt heimild til útboðs með eftirfarandi breytingum:
a.
Yfirborðsefni götu á milli gatnamóta verði malbik, m.a. til þess að draga úr kostnaði og auka afmörkun götu við aðliggjandi gangstéttir.
b.
Breyta bílastæðalausn við Aðalgötu 26-30 svo það verði 2 stæði, auk tveggja annarra, útfærð á sama hátt og við Aðalgötu 32-34, og færa ljósastauralínu að götu.
c.
Fjarlægja bílastæði fyrir hreyfihamlaða á horni Aðalgötu og Suðurgötu þar sem staðsetning þess hentar illa akandi og gangandi umferð um svæðið enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir því á þessum stað. Þá er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða norðan megin götunnar.

Á 239. fundi bæjarstjórnar var málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. Minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram.
Deildarstjóra tæknideildar er falið að halda áfram með útboðsferli fyrir framkvæmdina, með þeim breytingum sem þegar hafa verið lagðar til og voru bókaðar á 821. fundi bæjarráðs. Samhliða því er skipulagsfulltrúa falið að hefja þegar vinnu við breytingu á gildandi deiliskipulagi. Sú vinna skal miðast við að breyting deiliskipulags sé óveruleg. Er þessi skipulagsvinna ekki talin seinka verklegum framkvæmdum þar sem hún á eingöngu við um yfirborðsfrágang á verulega takmörkuðum hluta verksins.

2.Beiðni um lækkun gjaldskrár

Málsnúmer 2402010Vakta málsnúmer

Á 820. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni Ísfélags hf. um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs skv. heimildarákvæði í 5. fl. 10. gr. gjaldskrárinnar. Hafnarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að skoða sambærilegar hafnir og Fjallabyggðarhafnir og leggja tillögu að nánari útfærslu á núverandi heimild til veitingu afsláttar til stórnotenda og óska eftir umsögn hafnarstjórnar áður en málið er lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Á 144. fundi hafnarstjórnar var erindi Ísfélags hf. lagt fram. Hafnarstjórn tók undir bókun bæjarráðs frá 820. fundi og vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Á 239. fundi bæjarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað og bæjarráði veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að núverandi 4. mgr. 5. fl. 10. gr. gjaldskrár Hafnasjóðs Fjallabyggðar um aflagjöld verði felldur brott og ný mgr. komi í staðinn: „Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Við sölu afla til skyldra aðila skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð Verðlagsstofu við útreikning aflagjalds. Heimilt er að veita stórnotendum sérstakan afslátt af aflagjöldum. Til stórnotenda teljast aðilar, hverra skipa sem hafa landað samtals/umfram 7500 tonnum af óslægðum sjávarafla síðustu 12 mánuði. Afsláttur til stórnotenda skal vera 12,5%. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds.“
Bæjarráð samþykkir einnig að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gjaldskráin endurskoðuð og vísar þeirri endurskoðun til Hafnarstjórnar.

3.Vatnsþarfir vegna styrjueldis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2402012Vakta málsnúmer

Minnisblað EFLU vegna innviðagreiningar á vatnsveitu Ólafsfjarðar ásamt minnisblaði bæjarstjóra lagt fram.
Bæjarstjóra er falið að semja við landeigendur um þóknun vegna skertrar raforkuframleiðslu sem nemur áhrifum af vatnstöku sveitarfélagsins.
Deildarstjóra tæknideildar er falið að hefja strax ástandsskoðun á núverandi lögn frá Burstabrekku, svo koma megi vatni að núverandi mannvirkjum vatnsveitu við nyrðri enda lagnarinnar. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um ástand lagnarinnar á næsta fund bæjarráðs. Samhliða því skal hefja vinnu við að koma upp nauðsynlegum rafrænum vöktunarbúnaði fyrir vatnsveituna sem gefur heildræna sýn á stöðu veitunnar hverju sinni með fjarlestri.
Samhliða viðræðum bæjarstjóra við landeigendur er deildarstjóra tæknideildar einnig falið að hefja undirbúning á beintengingu við Styrjueldið með nýrri lögn frá núverandi veitumannvirkjum. Verði því við komið er æskilegt að nýta tímabundið ónotaðar eldri lagnir, ef þær eru taldar flýta fyrir afhendingu vatns, s.s. til að þvera götur eða erfið svæði.

4.Athugun á neysluvatni í Ólafsfirði

Málsnúmer 2402038Vakta málsnúmer

Erindi heilbrigðisfulltrúa vegna athugunar á neysluvatni í Ólafsfirði lagt fram.
Bæjarstjóra falið að bregðast við fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Víkingurinn 2024

Málsnúmer 2402041Vakta málsnúmer

Erindi Félags kraftamanna vegna Víkingsins 2024 lagt fram.
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum verkefnisins fyrir erindið en felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að hafa samband við aðstandendur verkefnisins um mögulega aðkomu sveitarfélagsins.

6.Umsókn Norlandia um þaraöflun undan ströndum Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2402045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Norlandia ehf. um leyfi til öflunar á þara í tilraunaskyni innan netalaga sveitarfélagsins Fjallabyggðar.
Bæjarráð tekur vel í erindið og fagnar framtakinu. Bæjarstjóra falið að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs hver næstu skref þyrftu að vera af hálfu sveitarfélagsins.

7.Aðgerðaráætlun ferðaþjónustunnar í Samráðsgátt

Málsnúmer 2402053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu verði upplýstir um samráðsferlið sem er í gangi.

8.Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmat Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 2402052Vakta málsnúmer

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs ásamt áliti Reikningsskila- og upplýsinganefndar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Áframhaldandi samráð um skólaþjónustu

Málsnúmer 2402054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Málþing um orkumál

Málsnúmer 2402046Vakta málsnúmer

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum (SSKS) minna kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, starfsfólk sveitarfélaga og aðra áhugasama á málþing um orkumál, sem haldið verður á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 15. mars kl. 08:30-11:40.

Tímasetning málþingsins er valin með tilliti til þess að degi fyrr, fimmtudaginn 14. mars fer landsþing sambandsins fram í Silfurbergi í Hörpu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Molta fundargerðir og gögn 2024.

Málsnúmer 2402040Vakta málsnúmer

Ársreikningur Moltu ehf. fyrir 2023 lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2024

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila og eru því öll hvött til að kynna sér drögin og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina.

Frestur til að skila umsögn er til og með 22. mars nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar stefnumótuninni en telur jafnframt mikilvægt að skilgreint verði vel hvert hlutverk svæðisborgar verði og vöxtur og viðgangur hennar verði ekki á kostnað opinberrar þjónustu á aðliggjandi svæðum.

13.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 115. mál Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. mars nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.