Málsnúmer 2401086Vakta málsnúmer
Á 820. og 821. fundi bæjarráðs óskaði deildarstjóri tæknideildar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins. Á 820. fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem bókað var um á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess. Útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði voru lögð fram. Á 821. fundi bæjarráðs voru umbeðin gögn lögð fram og samþykkt heimild til útboðs með eftirfarandi breytingum:
a.
Yfirborðsefni götu á milli gatnamóta verði malbik, m.a. til þess að draga úr kostnaði og auka afmörkun götu við aðliggjandi gangstéttir.
b.
Breyta bílastæðalausn við Aðalgötu 26-30 svo það verði 2 stæði, auk tveggja annarra, útfærð á sama hátt og við Aðalgötu 32-34, og færa ljósastauralínu að götu.
c.
Fjarlægja bílastæði fyrir hreyfihamlaða á horni Aðalgötu og Suðurgötu þar sem staðsetning þess hentar illa akandi og gangandi umferð um svæðið enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir því á þessum stað. Þá er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða norðan megin götunnar.
Á 239. fundi bæjarstjórnar var málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. Minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram.