Lokun gatna vegna Fjarðargöngu 2024

Málsnúmer 2402009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 09.02.2024

Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar eftir leyfi bæjarins til að loka og þrengja eftirfarandi götur bæjarins vegna Fjarðargöngunnar 2024.
Fjarðargangan fer fram 9.og 10. febrúar næstkomandi og óskum við eftir að framkvæma lokanir og þrengingar í samráði við bæjarverkstjóra/tæknideild eins og hefur verið undanfarin ár.
Ósk okkar um lokanir á götum eru eftirfarandi:
Frá kl. 18:00 föstudaginn 9.febrúar til kl. 18:00 laugardaginn 10.febrúar.
Aðalgata frá gatnamótum Gunnólfsgötu að Strandgötu.
Kirkjuvegur frá Aðalgötu að Ólafsfjarðarkirkju.
Brekkugata
Hornbrekkuvegur frá Brekkugötu að Aðalgötu(hjá Tjarnarborg)
Þrengingar á sama tíma:
Strandgata (verður ökufær)
Bakkabyggð(verður ökufær)
Túngata(verður ökufær)
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokun gatna vegna Fjarðargöngunnar.
Fylgiskjöl: