Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026

Málsnúmer 2310006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 05.10.2023

Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Flugklasann Air66N.
Synjað
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðni Flugklasans Air66N en þakkar fyrir gott samstarf á liðnum árum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 813. fundur - 04.12.2023

Markaðsstofa Norðurlands sendi inn erindi til sveitarstjórna þann 28. nóvember sl., þar sem óskað var eftir stuðningi við Flugklasann 66N til næstu þriggja ára. Erindinu var hafnað af bæjarstjórn Fjallabyggðar, m.a. í ljósi frétta um að Akureyrarbær hygðist hætta stuðningi við Flugklasann. Nú liggur fyrir að Akureyrarbær hefur breytt afstöðu sinni og hefur samþykkt áframhaldandi stuðningi við Flugklasann árið 2024. Í ljósi þessa er óskað eftir endurskoðaðri afstöðu Fjallabyggðar um stuðning við Flugklasann.
Samþykkt
Fjallabyggð samþykkir að styrkja Flugklasann um sem nemur kr. 300 á hvern íbúa Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Flugklasann Air 66N boðar til kynningarfunda á Teams fyrir alla kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi og fulltrúa SSNV og SSNE til þess að hefja vinnu við framtíðarsýn í málefnum Flugklasans. Fundirnir eru hugsaðir sem tækifæri til að fara yfir hvað hefur verið gert og opna umræðuna um hvað verður gert í framtíðinni.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Kjörnir fulltrúar eru hvattir til þess að taka þátt í kynningarfundum sem annars vegar verða haldnir þann 27. febrúar kl. 14:00 og 28. febrúar kl. 10:00.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Lagt fram til kynningar erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N.
Bæjarráð tekur vel í hugmynd Flugklasans um að sameiginlegur fundur verði haldinn í lok sumars og mun senda fulltrúa sinn á fundinn verði til hans boðað.