Á 821. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar, félagsmáladeildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar þar sem óskað er eftir fjárveitingarheimild til þess að hefja innleiðingu kerfiseininga fyrir skólaþjónustu, félagsþjónustu ásamt öðrum minni háttar kerfiseiningum og uppfærslum á OneCRM málakerfi stjórnsýslunnar. Bæjarráð samþykkti að útbúinn yrði viðauki og hann lagður fyrir næsta fund bæjarstjórnar en þó með þeim skilyrðum að ekki verði um lækkun á handbæru fé.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu. Viðaukinn felur í sér millifærslur og niðurskurð á áætluðum útgjöldum málaflokks 02, 04 og 21 til að mæta útgjöldum vegna innleiðingarinnar. Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins, sjóðsstreymi eða handbært fé.
Enginn tók til máls.
Samþykkt