Stjórnun Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306014

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 13.06.2023

Deildarstjóri kynnir fyrirkomulag stjórnunar leikskólans skólaárið 2023-2024.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri leikskólans og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fyrir nefndinni fyrirkomulag stjórnunar Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024.
Starfslok skólastjóra leikskólans er 30. júní nk. Engin umsókn barst um auglýsta stöðu skólastjóra leikskólans. Leitað var til aðstoðarleikskólastjóra, Kristínar Maríu Hlökk Karlsdóttur um að taka að sér skólastjórastöðu á næsta skólaári og með henni verður þriggja manna stjórnendateymi. Stjórnendateymið samanstendur af þremur leikskólakennurum, sem allir sinna deildarstjórn við leikskólann. Deildarstjórarnir skipta með sér 100% stjórnunarstöðu aðstoðarleikskólastjóra ásamt því að sinna áfram deildarstjórn.

Meðstjórnendur Kristínar Maríu verða:
Björk Óladóttir deildarstjóri sem fer með daglega stjórnun Leikhóla.
Guðný Huld Árnadóttir deildarstjóri sem fer með daglega stjórnun málefna sem varðar yngstu þriggja deilda Leikskála.
Vibekka Arnardóttir deildarstjóri sem fer með daglega stjórnun málefna sem varða elstu tveggja deilda Leikskála og er staðgengill skólastjóra.

Stjórnunarteymið er tilraunaverkefni til eins árs. Seinni hluta næsta vetrar verður árangur metinn og tekin ákvörðun um framtíðarskipan stjórnunar leikskólans. Fjallabyggð óskar þeim öllum til hamingju með stöðurnar og velfarnaðar í starfi.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Olgu Gísladóttur fráfarandi leikskólastjóra fyrir vel unnin störf.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 12.02.2024

Skólastjórnendur Leikskóla Fjallabyggðar fara yfir hvernig tilraunaverkefni í stjórnun leikskólans hefur gengið það sem af er skólaári. Einnig fara stjórnendur yfir samantekt úr könnun og örsamtölum við starfsmenn.
Vísað til bæjarráðs
Undir þessum dagskrárlið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og meðstjórnendur hennar þær Víbekka Arnardóttir deildarstjóri og staðgengill skólastjóra, Björk Óladóttir deildarstjóri og Guðný Huld Árnadóttir deildarstjóri.
Fyrir líðandi skólaár var sett saman stjórnendateymi, skipað áðurnefndum aðilum, og var verkefnið hugsað sem tilraunaverkefni til eins árs með endurmati í vor. Stjórnendur fóru yfir þá reynslu sem orðin er af vinnu stjórnendateymisins. Fram kom í máli þeirra að í heildina hefur verkefnið tekist vel og að vilji sé til áframhaldandi samstarfs. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að verkefnið verði framlengt og að sama stjórnendateymi stýri leikskólanum á næsta skólaári. Nefndin tekur undir með stjórnendateyminu að lengri tíma þurfi til að slípa samstarf og festa skipulag í sessi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Á fundi fræðslu- og frístundanefndar, 12. febrúar 2024, fór stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar yfir hvernig til hefur tekist með stjórnun leikskólans en tilraunaverkefni var sett á laggirnar til eins árs þar sem skólastjóri hefur þrjá deildarstjóra með sér í stjórnunarteymi. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að tilraunaverkefnið verði framlengt og sama stjórnunarteymi stýri leikskólanum á næsta skólaári.
Samþykkt
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að fyrirkomulagið hafi gefist vel og að ánægja sé með fyrirkomulagið. Bæjarráð samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi út árið 2024.