Orkuskipti á Norðurlandi - Hvað næst.

Málsnúmer 2402027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Íslensk Nýorka halda málstofu í Hofi og í streymi 21. febrúar.
Fjallað verður um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir.
Fulltrúar frá Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti munu flytja erindi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Kjörnir fulltrúar og aðrir áhugasamir hvattir til þess að skrá sig á málþingið.