Innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbraut 70

Málsnúmer 2406010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 314. fundur - 12.09.2024

Lagt fram erindi lóðarhafa Hvanneyrarbrautar 70 varðandi framtíðaráform lóðarinnar vegna fyrirhugaðrar innköllunar.
Nefndin samþykkir að lóðin Hvanneyrarbraut 66 verði stækkuð til austurs í samræmi við framlagða tillögu lóðarhafa og gildandi aðalskipulag. Nefndin telur að tillaga erindishafa um stækkun til norðurs skerði notkunarmöguleika fyrirhugaðra lóða að Hvanneyrarbraut 70 og 72. Nefndin samþykkir því ekki tillögu lóðarhafa til norðurs að fullu heldur að lóðarmörk til norðurs verði við ljósastaur sem stendur norðan við innkeyrslu Hvanneyrarbrautar 66. Tæknideild falið að vinna áfram að innköllun lóðarinnar Hvanneyrarbrautar 70 og á sama tíma að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Hvanneyrarbraut 66 með þeirri stækkun sem hér er lýst.