Truflun sem framkvæmdir við flugvöll valda fuglalífi

Málsnúmer 2405005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dags. 29.4.2024 þar sem vakin er athygli á mikilli truflun sem framkvæmdir við flugvöllinn á Siglufirði valda fuglalífi. Einnig er óskað eftir upplýsingum um mál er varðar lagfæringu grjótvarnar á Granda sem tekið var fyrir í nefndinni fyrir um ári síðan.
Nefndin harmar neikvæð áhrif framkvæmdarinnar á fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila er verið að haga framkvæmdum þannig að það hafi sem minnst áhrif á fuglalíf svæðisins. Varðandi grjótvörnina þá verður hún lagfærð eftir varptímann í sumar.