Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skarðsvegur 1 - Flokkur 1

Málsnúmer 2405044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22.05.2024

Lögð fram umsókn Hrólfs Karls Cela hönnunarstjóra fyrir hönd Drangs - fasteignafélags slf., móttekin 17.05.2024 um byggingarheimild fyrir tíu 43,6 m2 sérstæðum gistihýsum auk 118 m2 þjónustuhúss sbr. deiliskipulag gistihýsa og þjónustuhúss við Skarðsveg á Siglufirði.
Samþykkt
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlunum og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.8 eru uppfyllt:
- Aðaluppdrættir verði uppfærðir í samræmi við ábendingar slökkviliðsstjóra og athugasemdir byggingarfulltrúa varðandi fráveitu og vatnsveitu.
- Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.