Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 21 lið.
Til afgreiðslu eru liðir 5, 6, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.5
2405039
Umsókn til skipulagsfulltrúa
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita T.Ark Arkitektum ehf., f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. heimild til þess að hefja vinnu við tillögu að deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu í umsókn fyrirtækisins á sinn kostnað. Í ljósi ákvæðis gildandi lóðaúthlutunarreglna um lóðir á óskipulögðum svæðum þá getur bæjarstjórn ekki veitt formlegt vilyrði fyrir umræddri lóð.
Bæjarstjórn fagnar áhuga fyrirtækisins á myndarlegri uppbyggingu í miðbæ Siglufjarðar og telur hana muni styrkja verslun og þjónustu á svæðinu.
.6
2312028
Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna efnisnáms í Hálsá - umsagnarbeiðni
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða skipulagstillögu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.9
2310002
Bakkabyggð 18 - Lóðarúthlutun felld úr gildi
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Nefndin samþykkir að auglýsa lóðina að nýju í samræmi við 2.mgr. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.10
2404057
Ósk um lóð undir lítið útgerðarhús við innri höfn á Siglufirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Nefndin tekur undir með umsækjendum að stórbætt aðstaða fyrir smábáta í innri höfn geti kallað á endurskoðun á lóðaframboði í nágrenni hafnarinnar. Á núgildandi deiliskipulagi eru þó engar lausar lóðir sem stendur og er því erindinu hafnað. Vísað til kynningar í hafnarstjórn.
Bókun fundar
Jakob Kárason vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 6 atkvæðum.
.11
2405017
Hvanneyrarbraut 74 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu þar sem núverandi lóðarmörk eru stækkuð um 12,5 m til suðurs og 3,5 m til norðurs skv. tillögu skipulagsfulltrúa.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.13
2405005
Truflun sem framkvæmdir við flugvöll valda fuglalífi
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Nefndin harmar neikvæð áhrif framkvæmdarinnar á fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila er verið að haga framkvæmdum þannig að það hafi sem minnst áhrif á fuglalíf svæðisins. Varðandi grjótvörnina þá verður hún lagfærð eftir varptímann í sumar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.14
2405004
Umsókn um stöðuleyfi
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Þar sem Ránargata 2 er skilgreind sem byggingarlóð getur nefndin ekki fallist á veitingu stöðuleyfis á lóðinni. Erindi hafnað.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.15
2404042
Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara við Hafnartún og Laugarveg
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Erindi samþykkt. Nefndin ítrekar að frágangur verði vandaður og gengið verði fljótt frá rásum í götu eftir að framkvæmdum lýkur.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.16
2404041
Umsókn til skipulagsfulltrúa - lagning ljósleiðara frá skíðaskála að flugvelli
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Erindi samþykkt. Nefndin ítrekar að frágangur verði vandaður og gengið verði fljótt frá rásum í götu eftir að framkvæmdum lýkur. Einnig er bent á að ef skurður þverar þjóðveg, þarf að sækja um leyfi til Vegagerðarinnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.17
2405033
Ósk um leyfi til að mála með vatnsleysanlegri heimagerðri krítarmálningu á grjót í varnargarði við höfnina í Ólafsfirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
.18
2405043
Erindi H-lista vegna stöðuleyfa gáma og gámasvæða í Ólafsfirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 311. fundur - 22. maí 2024.
Nefndin tekur undir með H-listanum að brýn þörf er á því að gera betur í þessum efnum. Tæknideild er falið að óska eftir því við eigendur gámanna og lausafés sem stendur á planinu neðan við Kjörbúðina, að það verði fjarlægt innan tilskilins frests. Verði því ekki sinnt ber að fjarlægja það á kostnað eigenda. Einnig óskar nefndin eftir því að gámasvæðið við Vesturstíg verði yfirfarið með það í huga að fjarlægja og farga þeim gámum sem eru ekki lengur í notkun og endurraða gámum þannig að sómi sé að. Þessu verki skal vera lokið ekki seinna en 1. júlí n.k.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.