Svæðisbundin farsældarráð

Málsnúmer 2405055

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Fyrir liggur tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti sem felur í sér að unnið verði að því að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta. Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til að gerður verði viðaukasamningur við Sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í 2 ár til að útfæra starfsemi farsældarráða innan hvers landshluta.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veita SSNE heimild til þess að vinna að drögum að samningi fyrir Norðurland eystra um svæðisbundið farsældarráð barna.