Bæjarráð Fjallabyggðar - 830

Málsnúmer 2405003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 244. fundur - 30.05.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 8, 9, 11 og 12.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 10. lið fundargerðarinnar.

Bæjarstjórn ítrekar vilja sinn til samtals við stofnaðila Leyningsáss ses. svo hægt sé að bregðast skjótt við þeim áskorunum sem stofnunin stendur frammi fyrir.
  • .1 2404005 Vatnsveita í Brimnesdal
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að hefja og klára forhönnun á nýrri lögn meðfram Aðalgötu og niður að hafnarsvæði og sem og endurbætur á vatnstöku Múlalindar. Tæknideild ber að tryggja samlegðaráhrif af öðrum fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum. Ekki er hægt að klára hönnun á nýju inntaki í Brimnesá fyrr en farvegurinn er orðinn snjólaus, en nákvæm staðsetning á vatnsinntaki er nauðsynleg til að ákvarða útfærslu á tengingu við bæjarkerfið. Halda þarf áfram vinnu við að tryggja aðgengi að varavatnsbóli utan Brimnesdals. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2201057 Sundlaug Ólafsfirði,framkvæmdir á útisvæði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til skriflegrar verðkönnunar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra að útisvæði sundlaugarinnar verði fullklárað í þessum framkvæmdum.

    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .8 2404061 Samningur um rekstur knattspyrnuvalla í Fjallabyggð 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .9 2403062 Kjörstaðir við forsetakosningar 1. júní 2024.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð þakkar yfirkjörstjórn fyrir minnisblað vegna kjörstaðavals fyrir komandi forsetakosningar. Bæjarráð tekur undir innihald minnisblaðsins og samþykkir því að breyta fyrri ákvörðun sinni um val á kjörstað fyrir undirkjördeild á Siglufirði. Forsetakjör á Siglufirði fer því fram í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á Ólafsfirði í Menntaskólanum á Tröllaskaga líkt í undangegnum kosningum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .11 2405035 Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundna leyfisveitingu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .12 2405038 Umboð til kjarasamningsgerðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17. maí 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur forstöðumanni Hornbrekku að undirrita það fyrir hönd stofnunarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.