Tilkynningar vegna vatnstjóns í ágúst 2024

Málsnúmer 2408047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit innsendra erinda húseigenda á Siglufirði vegna vatnstjóna sem upp komu um sl. helgi.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð vil koma á framfæri að til stendur að kalla til fundar þá aðila sem urðu fyrir tjóni. Fyrirhugað er að á fundinn mæti kjörnir fulltrúar, fulltrúar stjórnsýslunnar og þeir aðilar sem vinna að úrvinnslu málsins, svo sem tryggingasérfræðingur, til þess að heyra sjónarmið íbúa, liðsinna þeim sem og að svara spurningum þeirra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 842. fundur - 06.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit innsendra erinda húseigenda á Siglufirði vegna vatnstjóna sem upp komu helgina 22.-25 ágúst sl.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 841. fundi um að til standi að kalla til fundar þá aðila sem urðu fyrir tjóni. Fyrirhugað er að á fundinn mæti kjörnir fulltrúar, fulltrúar stjórnsýslunnar og þeir aðilar sem vinna að úrvinnslu málsins, svo sem tryggingasérfræðingur, til þess að heyra sjónarmið íbúa, liðsinna þeim sem og að svara spurningum þeirra.