Ósk um styrk vegna heimildamyndarinnar MAÐURINN SEM ELSKAR TÓNLIST

Málsnúmer 2408043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 841. fundur - 30.08.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi styrkbeiðni Jóhanns Sigmarssonar, þar sem farið er á leit við Fjallabyggð að styrkja verkefnið "MAÐURINN SEM ELSKAR TÓNLIST" að upphæð ISK 500.000,- sem að munu fara í undirbúning, efniskaup og ýmsa aðra þjónustu við gerð heimildamyndar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar.
Synjað
Bæjarráð þakkar innsent erindi en getur því miður ekki orðið við beiðninni.