Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

157. fundur 13. desember 2024 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Ólafur Baldursson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri

1.Reglur um stuðningsþjónustu -tillaga að breytingu

Málsnúmer 2412016Vakta málsnúmer

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lögð fram tillaga að breytingum og uppfærslum á reglum Fjallabyggðar um stuðningsþjónustu. Helstu breytingar varða ítarlegri skilgreiningu á tekjumörkum umsækjenda og að umsóknum um heimilisþrif skuli hafnað séu umsækjendur yfir tekjumörkum sem tilgreind eru, eða njóta ekki annars stuðnings samkvæmt reglunum.

2.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2412017Vakta málsnúmer

Samþykkt
Erindi samþykkt.

3.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2412018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Verkefni félagsmáladeildar 2024

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði nefndinni grein fyrir störfum og helstu verkefnum félagsmáladeildar frá síðasta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:00.