Hitaveita Siglufirði

Málsnúmer 2404084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 08.05.2024

Umræður um afkastagetu og ástand hitaveitu Rarik á Siglufirði í kjölfar fyrirspurna fyrirtækjaeigenda um aukinn aðgang að vatni.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð minnisblað um ástand og afkastagetu hitaveitunnar á Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 837. fundur - 05.07.2024

Kallað var eftir upplýsingum frá Rarik varðandi afhendingu á heitu vatni á Siglufirði til uppfyllingar á þörfum sveitarfélagsins til framtíðar. Meðfylgjandi er svar Rarik þar sem fram kemur að veitan getur afhent til viðbótar við núverandi stöðu, 5 l/s á Siglufirði.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir framlögð svör frá Rarik um stöðu á afhendingargetu hitaveitunnar á Siglufirði.