Bæjarráð Fjallabyggðar

829. fundur 08. maí 2024 kl. 08:15 - 09:18 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Endurnýjun á þaki Lækjargötu 14

Málsnúmer 2404082Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi endurnýjun á þaki Lækjargötu 14. Húseigendur hafa leitað tilboða í verkið og samþykkt það fyrir sitt leyti. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til tilboðsins.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og samþykkir hlutdeild sveitarfélagsins vegna kostnaðar á endurnýjun þaks á Lækjargötu 14, með fyrirvara um samþykki meðeigenda.

2.Hitaveita Siglufirði

Málsnúmer 2404084Vakta málsnúmer

Umræður um afkastagetu og ástand hitaveitu Rarik á Siglufirði í kjölfar fyrirspurna fyrirtækjaeigenda um aukinn aðgang að vatni.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð minnisblað um ástand og afkastagetu hitaveitunnar á Siglufirði.

3.Reglur Fjallabyggðar um stofnframlög

Málsnúmer 2403014Vakta málsnúmer

Á 823. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að reglum um stofnframlög Fjallabyggðar. Markmið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga í sveitarfélaginu, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar íbúðir, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Veitingu stofnframlaga er ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir í sveitarfélaginu á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Til að ná þessum markmiðum skal lögð sérstök áhersla á nýbyggingar og að fjölga leiguíbúðum sem uppfylla skilyrði laga um almennar íbúðir og reglna þessara. Bæjarráð vísaði drögunum til umsagnar hjá félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti með ábendingu um að í reglunum verði gert ráð fyrir sérstakri matsnefnd sem, skipuð fulltrúum félagsmáladeildar, umhverfis- og tæknideildar og stjórnsýslu- og fjármáladeildar hafi það hlutverk að fara yfir umsóknir og gerir tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu.

Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til umræðu og samþykktar bæjarstjórnar. Bæjarráð telur að ekki þurfi að skipa sérstaka nefnd að svo stöddu til þess að fara yfir umsóknir.

4.Beiðni um fast framlag vegna Kvíabekkjarkirkju

Málsnúmer 2309088Vakta málsnúmer

Á 821. fundi bæjarráðs þann 16. febrúar 2024 var tekin fyrir beiðni Hollvinafélags Kvíabekkjarkirkju þar sem óskað var eftir föstu fjárframlagi frá Fjallabyggð næstu þrjú árin til uppbyggingar og endurbóta á Kvíabekkjarkirkju.

Eftirfarandi var bókað:
Bæjarráð þakkar forsvarskonu verkefnisins fyrir komuna á fundinn. Sveitarfélagið hefur á síðastliðnum árum komið að verkefninu með styrkveitingum og lýsir yfir áhuga á áframhaldandi aðkomu að þeim hluta verkefnis Hollvinafélagsins er lýtur að uppbyggingu Kvíabekkjar sem sögu- og áfangastaðar í Ólafsfirði. Bæjarstjóra falið að gera drög að samkomulagi við Hollvinafélagið í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að samkomulagi við Hollvinafélagið.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2024

Málsnúmer 2401034Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit staðgreiðslu fyrir apríl 2024. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 125.193.737,- eða 103,8% af tímabilsáætlun 2024. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 15 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Ástand aðkomu að Túngötu 31b og 29b

Málsnúmer 2404068Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Örvars Tómassonar um ástand og aðkomu að Túngötu 31b og 29b á Siglufirði.
Vísað til nefndar
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur vel í það. Tæknideild er falið að vinna tillögu um endurbætur á botnlanga við Túngötu 29 og 31 sem og Mjóstrætis og leggja fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.
Fylgiskjöl:

7.Snjómokstur 2023 og 2024

Málsnúmer 2404081Vakta málsnúmer

Farið yfir kostnað vegna snjómoksturs það sem af er vetri, samanborið við sama tímabil á síðasta ári.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóra falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

8.Fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 2404083Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi kynning á námsleiðinni Fagháskólanám í leikskólafræði. Námsleiðin er sameiginleg, við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, og hófst á haustmisseri 2023 með styrk frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og samstarfi við sveitarfélög um land allt. Með þessari námsleið er fólki sem starfar í leikskólum gert kleift að byggja ofan á þekkingu sína og hæfni, auk þess að efla fagþekkingu sína á grunnþáttum í menntun ungra barna. Við viljum gjarnan bjóða ykkur kynningu á námsleiðinni eða símasamtal um áframhaldandi samstarf.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að koma á fundi með forsvarsfólki Háskólanna ásamt leikskólastjóra, þar sem farið yrði yfir stöðuna á verkefninu.

9.Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands

Málsnúmer 2405013Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi boð á ársfund NTÍ sem haldinn verður á Grand Hótel þann 16. maí nk. kl. 11:30 til 13:00
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Þjóðlagaseturs

Málsnúmer 2404080Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð stjórnarfundar Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar frá 24. apríl sl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar 930. mál - Lagareldi.
Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis.
Einnig er mögulegt að senda umsagnir með tölvupósti. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. maí nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:18.