Málsnúmer 2403014Vakta málsnúmer
Á 823. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að reglum um stofnframlög Fjallabyggðar. Markmið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga í sveitarfélaginu, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar íbúðir, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Veitingu stofnframlaga er ætlað að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir í sveitarfélaginu á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Til að ná þessum markmiðum skal lögð sérstök áhersla á nýbyggingar og að fjölga leiguíbúðum sem uppfylla skilyrði laga um almennar íbúðir og reglna þessara. Bæjarráð vísaði drögunum til umsagnar hjá félagsmálanefnd.
Félagsmálanefnd samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti með ábendingu um að í reglunum verði gert ráð fyrir sérstakri matsnefnd sem, skipuð fulltrúum félagsmáladeildar, umhverfis- og tæknideildar og stjórnsýslu- og fjármáladeildar hafi það hlutverk að fara yfir umsóknir og gerir tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu.
Samþykkt