Fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 2404083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 08.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi kynning á námsleiðinni Fagháskólanám í leikskólafræði. Námsleiðin er sameiginleg, við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, og hófst á haustmisseri 2023 með styrk frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og samstarfi við sveitarfélög um land allt. Með þessari námsleið er fólki sem starfar í leikskólum gert kleift að byggja ofan á þekkingu sína og hæfni, auk þess að efla fagþekkingu sína á grunnþáttum í menntun ungra barna. Við viljum gjarnan bjóða ykkur kynningu á námsleiðinni eða símasamtal um áframhaldandi samstarf.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að koma á fundi með forsvarsfólki Háskólanna ásamt leikskólastjóra, þar sem farið yrði yfir stöðuna á verkefninu.