Snjómokstur 2023 og 2024

Málsnúmer 2404081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 829. fundur - 08.05.2024

Farið yfir kostnað vegna snjómoksturs það sem af er vetri, samanborið við sama tímabil á síðasta ári.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóra falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 830. fundur - 17.05.2024

Á 829. fundi bæjarráðs var farið yfir kostnað vegna snjómoksturs það sem af er vetri, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Eftirfarandi var bókað:
"Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóra falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum."

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi samantekt bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblað um snjómokstur. Bæjarráð óskar eftir í ljósi þess að Smárinn ehf. er ekki lengur starfandi sem verktakafyrirtæki að viðauki verði gerður við Smárann verktaka ehf. þar sem fyrirtækið lýsi því yfir að fyrirtækið taki yfir samningsskyldur hins fyrrnefnda.