Starfslok deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 2412001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Deildarstjóri tæknideildar hefur sagt starfi sínu lausu. Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að starfsauglýsingu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarstjóra er veitt heimild til þess að auglýsa sbr. þau gögn sem liggja fyrir fundinum.