Styrkumsóknir 2025 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2409057

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 02.12.2024

Umsóknir um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða 2025 lagðar fram til umsagnar.
Vísað til bæjarráðs
Umsóknir um styrki til hátíðarhalda og stærri viðburða fyrir árið 2025 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd veitir umsögn um umsóknirnar til bæjarráðs sem úthlutar styrkjum til hátíðarhalda í upphafi nýs árs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar vegna umsókna um styrki til hátíðarhalda og stærri verkefna 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025.