Styrkumsóknir 2025 - Menningarmál

Málsnúmer 2409054

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 02.12.2024

Farið yfir umsóknir um styrki til menningatengdra verkefna.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna, fyrir árið 2025, til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2025 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 855. fundur - 06.12.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu tillögur markaðs- og menningarnefndar um úthlutun styrkja til menningarmála árið 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu nefndarinnar og vísar henni til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2025. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2025 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.