Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

114. fundur 16. janúar 2025 kl. 15:00 - 15:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
  • Ægir Bergsson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Hönnunarmiðstöð fyrir krakka í Félagsmiðstöðin Neon

Málsnúmer 2410022Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Emmu Sanderson sl. haust þegar auglýst var eftir umsóknum um menningarstyrki. Hugmyndin snýst um stofnun Hönnunarmiðstöðvar fyrir krakka innan Félagsmiðstöðvarinnar Neon, með það markmið að bjóða upp á ókeypis, aðgengilegar smiðjur fyrir börn í Fjallabyggð. Þetta rými gæti innihaldið hönnunarstofu, prentvinnustofu og sýningarsal, þar sem ungt fólk gæti tekið þátt í list- og hönnunarverkefnum á aðgengilegan og viðráðanlegan hátt.
Vísað til nefndar
Markaðs- og menningarnefnd þakkar Emmu fyrir góða og metnaðarfulla hugmynd og vísar henni til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd sem fer með málefni félagsmiðstöðvarinnar.

2.Styrkumsóknir 2025 - Menningarmál

Málsnúmer 2409054Vakta málsnúmer

Úrvinnsla umsókna um styrki til menningarmála 2025 lögð fram til afgreiðslu nefndar.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til menningarmála sl. haust og bárust 20 umsóknir. Umsækjendur eiga von á svarbréfi í lok janúarmánaðar.

3.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2025

Málsnúmer 2501031Vakta málsnúmer

Tímasetning fyrir viðburðinn skoðuð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Árlega er efnt til úthlutunarhátíðar þar sem afhending styrkja og útnefning bæjarlistamanns fer fram. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að úthlutunarhátíð verði fimmtudaginn 20. febrúar 2025. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að setja saman dagskrá og auglýsa.

4.Hinsegin dagar 18-21. júní 2025

Málsnúmer 2501037Vakta málsnúmer

Fjallabyggð er, ásamt fjölmörgum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra, þátttakandi í Hinsegin dögum á Norðurlandi 18. - 21. júní 2025. Til verkefnisins fékkst styrkur frá Uppbyggingarsjóði SSNE. Markmið verkefnisins er að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á Norðurlandi eystra með því að setja á laggirnar samþætta hinsegin daga hátíð í landshlutanum. Hvetja til umræðu um mikilvægi jafnréttis og verndar gegn mismunun. Stuðla að opnu samfélagi sem er öruggt fyrir alla.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti verkefnið fyrir markaðs- og menningarnefnd. Um er að ræða sameiginlega hátíð á Norðurlandi eystra dagana 18.-21. júní og mun Fjallabyggð standa fyrir viðburði í heimabyggð þann 21. júní. Markaðs- og menningarfulltrúi leggur til að settur verði upp samráðshópur sem hefur það verkefni að skipuleggja viðburðinn.

Fundi slitið - kl. 15:45.