Hinsegin dagar 18-21. júní 2025

Málsnúmer 2501037

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 16.01.2025

Fjallabyggð er, ásamt fjölmörgum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra, þátttakandi í Hinsegin dögum á Norðurlandi 18. - 21. júní 2025. Til verkefnisins fékkst styrkur frá Uppbyggingarsjóði SSNE. Markmið verkefnisins er að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á Norðurlandi eystra með því að setja á laggirnar samþætta hinsegin daga hátíð í landshlutanum. Hvetja til umræðu um mikilvægi jafnréttis og verndar gegn mismunun. Stuðla að opnu samfélagi sem er öruggt fyrir alla.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti verkefnið fyrir markaðs- og menningarnefnd. Um er að ræða sameiginlega hátíð á Norðurlandi eystra dagana 18.-21. júní og mun Fjallabyggð standa fyrir viðburði í heimabyggð þann 21. júní. Markaðs- og menningarfulltrúi leggur til að settur verði upp samráðshópur sem hefur það verkefni að skipuleggja viðburðinn.