Hönnunarmiðstöð fyrir krakka í Félagsmiðstöðin Neon

Málsnúmer 2410022

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 16.01.2025

Erindi barst frá Emmu Sanderson sl. haust þegar auglýst var eftir umsóknum um menningarstyrki. Hugmyndin snýst um stofnun Hönnunarmiðstöðvar fyrir krakka innan Félagsmiðstöðvarinnar Neon, með það markmið að bjóða upp á ókeypis, aðgengilegar smiðjur fyrir börn í Fjallabyggð. Þetta rými gæti innihaldið hönnunarstofu, prentvinnustofu og sýningarsal, þar sem ungt fólk gæti tekið þátt í list- og hönnunarverkefnum á aðgengilegan og viðráðanlegan hátt.
Vísað til nefndar
Markaðs- og menningarnefnd þakkar Emmu fyrir góða og metnaðarfulla hugmynd og vísar henni til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd sem fer með málefni félagsmiðstöðvarinnar.