Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

150. fundur 17. mars 2025 kl. 15:30 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir varam.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Jakob Örn Kárason var fjarverandi. Ekki náðist að boða varamann hans.

1.Skólapúls 2025 - niðurstöður kannana í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2503022Vakta málsnúmer

Nemendakönnun Skólapúlsins meðal nemenda í 2.-5.bekk var lögð fyrir í október 2024. Svarhlutfall var 93,3%. Í könnuninni er verið að meta ánægju og vellíðan í skólanum.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara.
Skólastýra fór yfir niðurstöður. Tvær mælingar eru marktækt ofan meðaltals á landsvísu. Það er "Ánægja af lestri" í 2. bekk og "Ánægja með matinn í skólanum". Aðrir þættir bregða ekki marktækt frá landsmeðaltali.

2.Skóladagatöl 2025-2026

Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer

Fyrstu drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2025-2026
Lagt fram til kynningar
Drög að skóladagatölum fyrir leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar. Skólastýrum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar falið að ljúka vinnu við skóladagatöl og leggja lokaútgáfu fyrir nefndina á maí fundi.

3.Vinnuhópur um betri starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu vinnuhópsins.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Vinnuhópi um betri leikskóla fyrir vel unnin störf til þessa. Farið var yfir stöðu vinnunnar á þessum tímapunkti.

4.Sinfó í sundi - samfélagsgleði um allt land

Málsnúmer 2503010Vakta málsnúmer

Í tilefni að 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leitar sinfóníuhljómsveitin eftir samstarfi við sveitarstjórnir um land allt um verkefni sem kallast Sinfó í sundi en þar eru sveitastjórnir á hverjum stað hvattar til að bjóða upp á beina útsendingu, í sundlaugum landsins, frá tónleikunum Klassíkin okkar sem hefjast kl.20:00 á RÚV þann 29. ágúst.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd fagnar framtakinu og hvetur Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar til að taka þátt í verkefninu.

5.Áskorun á sveitarfélög - áfengissala á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 2501049Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir ályktun FÍÆT, Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum. FÍÆT skorar á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar FÍÆT fyrir erindið sem lagt er fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 17:00.