Skólapúls 2025 - niðurstöður kannana í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2503022

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 17.03.2025

Nemendakönnun Skólapúlsins meðal nemenda í 2.-5.bekk var lögð fyrir í október 2024. Svarhlutfall var 93,3%. Í könnuninni er verið að meta ánægju og vellíðan í skólanum.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara.
Skólastýra fór yfir niðurstöður. Tvær mælingar eru marktækt ofan meðaltals á landsvísu. Það er "Ánægja af lestri" í 2. bekk og "Ánægja með matinn í skólanum". Aðrir þættir bregða ekki marktækt frá landsmeðaltali.