Sinfó í sundi - samfélagsgleði um allt land

Málsnúmer 2503010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 865. fundur - 06.03.2025

Fyrir liggur erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að sundlaugar og baðstaðir verði opnir fram á kvöld á meðan tónleikum hljómveitarinnar verður sjónvarpað þann 28.ágúst n.k. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélögin með þessum hætti í verkefnið "Sinfó í sundi"
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar framtaki Sinfóníuhljómsveitarinnar og hvetur markaðs- og menningarfulltrúa sem og forstöðumenn sundlauganna til að vekja athygli á viðburðinum og hafa sundlaugarnar opnar með beina útsendingu frá tónleikunum.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 17.03.2025

Í tilefni að 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leitar sinfóníuhljómsveitin eftir samstarfi við sveitarstjórnir um land allt um verkefni sem kallast Sinfó í sundi en þar eru sveitastjórnir á hverjum stað hvattar til að bjóða upp á beina útsendingu, í sundlaugum landsins, frá tónleikunum Klassíkin okkar sem hefjast kl.20:00 á RÚV þann 29. ágúst.
Lagt fram til kynningar
Fræðslu- og frístundanefnd fagnar framtakinu og hvetur Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar til að taka þátt í verkefninu.