Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

254. fundur 04. júní 2020 kl. 16:30 - 19:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Brynja Hafsteinsdóttir vék af fundi eftir 4 dagskrárlið.

1.Umferðaröryggi

Málsnúmer 2005032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar varðandi hámarkshraða í húsagötum/íbúagötum í Fjallabyggð, dagsettu 17. maí 2020.

Bæjarráð samþykkti á 653. fundi sínum að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20.05.2020 að fela nefndinni að endurskoða ákvörðun um hámarkshraða í íbúagötum.
Nefndin þakkar Birni Valdimarssyni fyrir ábendingarnar og mun taka þær til skoðunar. Nefndin fór yfir málin og frestar ákvörðun til næsta fundar.

2.Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025Vakta málsnúmer

Á 252. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin eftirfarandi bókun:
Samkvæmt 37.gr. umferðarlaga nr. 77/2019 skal hámarkshraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Nefndin samþykkti að hámarkshraði yrði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.

Bæjarráð samþykkti tillöguna á 647. fundi sínum og fól bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina þar sem við á um leyfi, hönnun þrenginga og kostnaðarþátttöku, svo og að koma fyriráætlunum sveitarfélagsins um breytingar á hámarkshraða á einstaka götum til umsagnar hjá lögregluembættinu.

Á 185. fundi sínum samþykkti Bæjarstjórn Fjallabyggðar samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til Skipulags- og umhverfisnefndar og felur nefndinni að endurskoða hámarkshraða í íbúagötum.
Erindi frestað til næsta fundar.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Skógarstígur 2

Málsnúmer 1902047Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 11. maí 2020 tilkynnir Ólöf Harðardóttir fyrir hönd Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála um stjórnsýslukæru sem barst embættinu þann 8. maí 2020 þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar þann 21.05.2019 um tilfærslu byggingarreits á lóð við Skógarstíg 2 á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar og tæknideild falið fá umsögn frá lögfræðing Fjallabyggðar.

4.Tjarnargata 18 Siglufirði - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2003059Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Þormóðseyrar á Siglufirði var auglýst með athugasemdafresti frá 14. apríl til 30. maí 2020. Breytingin nær til lóðarinnar Tjarnargötu 18 og felur í sér stækkun á byggingarreit þar sem gert er ráð fyrir stækkun á núverandi bátaskýli, fjarskiptamastri að hámarki 35m á hæð auk tilheyrandi tækja- og rafstöðvarhúsi.
Ein athugasemd barst á auglýsingatímanum, frá Lárusi L. Blöndal fyrir hönd Síldarleitarinnar sf. sem er með starfsemi í Tjarnargötu 16. Síldarleitin sf. telur að með því að breyta deiliskipulaginu þannig að það heimili frekari uppbyggingu á lóðinni að Tjarnargötu 18 muni þrengja að lóðarréttindum lóðarinnar að Tjarnargötu 16.

Nefndin tekur tillit til athugasemdar Síldarleitarinnar sf. og samþykkir að fella út stækkun byggingarreits að undanskildu milli Tjarnargötu 18b og 20 þar sem fyrirhugað er að reisa fjarskiptamastur auk tilheyrandi tækja og rafstöðvarhúss. Nefndin samþykkir skipulagstillöguna með áorðnum breytingum og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Bleyta í lóðum við Hafnartún 8 og 10 Siglufirði

Málsnúmer 2005056Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 14. maí 2020 óska þau Haraldur Marteinsson, Kolbrúm Gunnarsdóttir, Sigurður Jóhannesson og Sóley Reynisdóttir, eftir því að sveitarfélagið taki þátt í ráðstöfunum sem grípa þarf til vegna mikillar bleytu í lóðunum við Hafnartún 8 og 10 á Siglufirði, en hluta bleytunnar má rekja til snjósöfnunar á auðri lóð við Laugarveg.
Nefndin bendir á að sveitarfélagið tekur ekki þátt í framkvæmdum innan lóðarmarka hjá íbúum og hafnar því beiðninni.

6.Umsókn um byggingaleyfi fyrir mastri og rafstöðvarhúsi í Ólafsfirði

Málsnúmer 2005062Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi frá Svani Baldurssyni fyrir hönd Mílu ehf. Sótt er um leyfi til að byggja smáhýsi á lóðinni Múlavegi 2 í Ólafsfirði og endurnýja mastur samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Strandgötu 2 í Ólafsfirði fyrir framkvæmdinni og einnig bréf frá Neyðarlínunni þar sem mikilvægi framkvæmdarinnar m.t.t. bóta á varaafli fjarskiptastaða er undirstrikað.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Stækkun á svölum að Laugarvegi 25 Siglufirði

Málsnúmer 2005066Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 20. maí 2020, óskar Ólafur Kárason fyrir hönd Kristjáns Möller eftir leyfi til þess að stækka sválir á suðurhlið Laugarvegar 25 á Siglufirði. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir breytinguna og samþykki nágranna að Laugarvegi 24, 25, 26 og 27 fyrir breytingunni.
Erindi samþykkt.

8.Úrbætur á aðstöðu fyrir kayaksiglingar

Málsnúmer 2005073Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 23. maí 2020 óskar Gestur Hansson eftir aðkomu sveitarfélagsins að úrbótum sem gera þarf á aðstöðu hans til kayaksiglinga á hafnarsvæðinu á Siglufirði eftir mikinn sjógang í vetur.
Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að hitta Gest Hansson og fara yfir málið.

9.Kirkjuvegur 12, Ólafsfirði - útidyr og skúr

Málsnúmer 2005074Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til að setja útidyr á suðurvegg Kirkjuvegs 12 í Ólafsfirði og byggja skúr við kjallarainngang á norðurhlið hússins.
Nefndin bendir á að halda skuli efri gluggalínu að sunnanverðu og samþykkir erindið.

10.Drög að umsókn um útlitsbreytingu á Eyrargötu 16 Siglufirði

Málsnúmer 1909074Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til að breyta kvist á norðurhlið Eyrargötu 16 á Siglufirði og brjóta niður stromp.
Erindi samþykkt.

11.Skógræktarfélag Ólafsfjarðar & Skíðafélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2005050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 06.05.2020, þar sem óskað er eftir samkomulagi við Fjallabyggð um land sem deiliskipulagt er í landi Hornbrekku og einnig fyrir neðan veg meðfram göngustíg við Ólafsfjarðarvatn að hlíðarlæk. Landið verði nýtt til hverskonar útivistar, s.s. skíða-, hjóla- og göngubrautar og gróðursett verði meðfram brautum til að mynda skjól og halda snjónum lengur í brautum að vetri til.

Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvenær Vegagerðin muni færa grindarhlið fyrir neðan Hornbrekku að hlíðarlæk eins og lofað var.

Bæjarráð tók málið fyrir á 653 fundi sínum og vísaði því til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og fól deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við Vegagerðina varðandi tímasetningu á tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku að hlíðarlæk.
Nefndin leggur til að gert verði samkomulag við félögin um land sem deiliskipulagt er í landi Hornbrekku og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði. Deildarstjóri tæknideildar upplýsti að grindarhliðið verði fært í sumar.

12.Umsókn um byggingarleyfi-bílskúr á Ólafsvegi 48

Málsnúmer 1909013Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 2. júní 2020 óskar Rúnar Gunnarsson efitir leyfi til þess að byggja bílskúr og tengigang við Ólafsveg 48 í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

13.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, viðbygging - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Lagðir fram aðaluppdrættir af viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar.

14.Algild hönnun utandyra

Málsnúmer 2005054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:15.