Á 252. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin eftirfarandi bókun:
Samkvæmt 37.gr. umferðarlaga nr. 77/2019 skal hámarkshraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Nefndin samþykkti að hámarkshraði yrði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.
Bæjarráð samþykkti tillöguna á 647. fundi sínum og fól bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina þar sem við á um leyfi, hönnun þrenginga og kostnaðarþátttöku, svo og að koma fyriráætlunum sveitarfélagsins um breytingar á hámarkshraða á einstaka götum til umsagnar hjá lögregluembættinu.
Á 185. fundi sínum samþykkti Bæjarstjórn Fjallabyggðar samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til Skipulags- og umhverfisnefndar og felur nefndinni að endurskoða hámarkshraða í íbúagötum.