Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

251. fundur 26. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Brynja Hafsteinsdóttir vék af fundi eftir 3.lið.

1.Deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1908032Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði var auglýst með athugasemdafresti frá 8. janúar til 19. febrúar 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum en umsagnir bárust frá Minjastofnun dagsett 15. janúar 2020 og Norðurorku dagsett 23. janúar 2020.
Samþykkt
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

2.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 og nokkrum spurningum svarað vegna vinnu við aðalskipulagið.
Nefndin samþykkir að drögin verði kynnt íbúum Fjallabyggðar og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025Vakta málsnúmer

Á 250.fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að hámarkshraði í þéttbýlinu yrði hækkaður úr 35 km á klst. í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst. Tæknideild var falið að koma með tillögu að götum þar sem hámarkshraði verði lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.
Lagt fram vinnuskjal tæknideildar þar sem greind eru þau svæði sem nefndin lagði til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 30 km á klst. Tæknideild falið að taka saman kostnað við þær framkvæmdir sem lagðar eru til í samantektinni.

4.Skil á lóð - Hverfisgata 22 Siglufirði

Málsnúmer 1812003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Rosalind Page, dagsett 20.janúar 2020 þar sem hún skilar inn áður úthlutaðri lóð að Hverfisgötu 22.
Nefndin þakkar erindið og fellur lóðarúthlutun úr gildi.

5.Stofnun lóðar úr landi Sauðaness

Málsnúmer 2001099Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Marvins Ívarssonar f.h. Ríkiseigna dagsett 29. janúar 2020. Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar úr jörðinni Sauðanes-Engidalur, landnr. 142269 og styttingu á nafni jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsett lóðarblað og eyðublað F-550 frá Þjóðská Íslands.
Erindi samþykkt.
Undir þessum lið vék Helgi Jóhannsson af fundi.

6.Endurnýjun umsóknar um stöðuleyfi fyrir bátinn Freymund

Málsnúmer 2002059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dags. 24.02.2020 þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir bátinn Freymund ÓF frá 24.02.2020 - 01.05.2021 við Strandgötu 17 í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

7.Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2001056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar dagsett 10. janúar 2020 þar sem fjallað er um endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu. Stofnunin telur það hag sveitarfélagsins að efla skráningu endurvinnsluhlutfalls svo hægt sé að fá yfirsýn yfir árangur og áætlað hvernig sveitarfélagið stendur miðað við sett markmið reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Fundi slitið - kl. 18:00.