Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

250. fundur 15. janúar 2020 kl. 16:30 - 17:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Ólafur Stefánsson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Strandgata 4 Ólafsfirði - Gluggabreytingar á suðurhlið

Málsnúmer 2001003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar f.h. Fjallasala ses. dagsett 31.12.2019. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar fyrir gluggabreytingum á suðurhlið Pálshúss skv. meðfylgjandi gögnum. Einnig lagt fram álit Minjastofnunar dagsett 6.1.2020.
Samþykkt
Helgi Jóhannsson vék af fundi við afgreiðslu þessarar liðar.
Erindi samþykkt.

2.Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025Vakta málsnúmer

Samkvæmt 37. gr. umferðarlaga nr.77/2019 skal hámarksökuhraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst. Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Nefndin samþykkir að hámarkshraði verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst.. Tæknideild falið að koma með tillögu að götum þar sem hámarkshraði verði lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.

3.Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða

Málsnúmer 1907030Vakta málsnúmer

Á 631. fundi bæjarráðs þann 3. desember sl. var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegra staðsetninga hundagerða í sveitarfélaginu, áætlaður kostnaður er samtals kr. 1.883.000. Ekki er gert ráð fyrir áætluðum kostnaði á fjárhagsáætlun ársins 2020. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Mögulegar staðsetningar fyrir hundagerði eru á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól. Nefndin bendir á að svæðið í Ólafsfirði hefur verið tekið frá fyrir Framfarafélag Ólafsfjarðar til tveggja ára sem senn líkur (8. maí 2020), að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við staðsetningarnar.

4.Reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1911002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 17:30.