Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 06.05.2020, þar sem óskað er eftir samkomulagi við Fjallabyggð um land sem deiliskipulagt er í landi Hornbrekku og einnig fyrir neðan veg meðfram göngustíg við Ólafsfjarðarvatn að hlíðarlæk. Landið verði nýtt til hverskonar útivistar, s.s. skíða-, hjóla- og göngubrautar og gróðursett verði meðfram brautum til að mynda skjól og halda snjónum lengur í brautum að vetri til.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvenær Vegagerðin muni færa grindarhlið fyrir neðan Hornbrekku að hlíðarlæk eins og lofað var.
Bæjarráð tók málið fyrir á 653 fundi sínum og vísaði því til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og fól deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við Vegagerðina varðandi tímasetningu á tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku að hlíðarlæk.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvenær Vegagerðin muni færa grindarhlið fyrir neðan Hornbrekku að hlíðarlæk eins og lofað var.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og felur deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við Vegagerðina varðandi tímasetningu á tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku að hlíðarlæk.