Bæjarráð Fjallabyggðar

653. fundur 26. maí 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Utanhússklæðning á Ráðhús

Málsnúmer 2005053Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokaða verðkönnun vegna utanhússklæðningar á Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; GJ smiðir ehf., Trésmíði ehf., L7 ehf. og Berg ehf..

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fara í lokaða verðkönnun vegna utanhússklæðningar á Ráðhús Fjallabyggðar.

2.Göngustígur, Leirutanga

Málsnúmer 2005057Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs við Leirutanga á Siglufirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Bás ehf., Sölva Sölvasyni, Fjallatak ehf., Árna Helgasyni ehf., Smára ehf. og Magnúsi Þorgeirssyni.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fara í lokaða verðkönnun vegna gerðar göngustígs á Leirutanga á Siglufirði.

H-Listinn fagnar því að halda eigi áfram með framkvæmdir á Leirutanga. Svæðið er skipulagt fyrir nýtt tjaldsvæði á Siglufirði og óskar H-Listinn eftir framkvæmdaráætlun á svæðinu.

3.Götulýsing 1. áfangi

Málsnúmer 1903002Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir viðauka kr. 10.000.000 vegna 1. áfanga á útskiptingu á ljóskerjum þar sem ekki náðist að ljúka verkefninu á árinu 2019 eins og til stóð.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 10.000.000 vegna 1. áfanga í útskiptingu ljóskerja í viðauka nr. 13/2020 við framkvæmdaráætlun 2020 og verður honum mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Fráveita Siglufirði, Hvanneyrarkrókur

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er heimildar til að halda lokað útboð vegna verksins „Siglufjörður. Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur“.

Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Bás ehf., Sölvi Sölvason, Fjallatak ehf., Árni Helgason ehf., Smári ehf. og Magnús Þorgeirsson.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að halda lokað útboð vegna verksins Siglufjörður. Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur.

5.Trúnaðarmál - Tjón 416157

Málsnúmer 2005065Vakta málsnúmer

Bókun bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

6.Skólamáltíðir 2018-2020

Málsnúmer 1805101Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 20.05.2020 þar sem lagt er til að þjónustusamningur um skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar við Höllina verði framlengdur um eitt skólaár skv. framlengingarákvæði 3. gr. samnings frá 2018.

Bæjarráð samþykkir að framlengja þjónustusamningi um skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar við Höllina um eitt skólaár samkvæmt ákvæði 3. gr. þjónustusamnings og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Sjókvíaeldi

Málsnúmer 1704014Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 9. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) dags. 6. maí 2020, fundargerð 3475. fundar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar dags. 19. maí 2020 og svar Hafrannsóknarstofnunar við spurningum SSNE varðandi burðar- og áhættumat í Eyjafirði dags. 12. maí 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir margt sem fram kemur í seinni samþykktri bókun bæjarstjórnar Akureyrar sem og bókun stjórnar SSNE varðandi stöðu mögulegs fiskeldis í Eyjafirði. Bæjarráð leggst hinsvegar eindregið gegn samþykktri fyrri bókun bæjarstjórnar Akureyrar á sama fundi um sama mál, þar sem lagt er að sjávarútvegsráðherra að banna allt laxeldi í sjó í Eyjafirði, án frekari umræðu og samráðs sveitarfélaga á svæðinu.
Með uppbyggingu undanfarinna ára hefur laxeldi í sjó haslað sér völl sem mikilvæg atvinnugrein á Íslandi um leið og í ljós hafa komið miklir möguleikar til frekari þróunar greinarinnar. En á sama tíma og ljóst er að miklir möguleikar eru til þróunar og vaxtar greinarinnar þá er einnig ljóst að varlega þarf að stíga til jarðar. Gæta þarf að áhrifum, jákvæðum sem neikvæðum, á náttúru og hugsanlegum áhrifum á aðrar atvinnugreinar sem og samfélög í heild. Því telur bæjarráð nauðsynlegt að gaumgæfa allar hliðar máls og að það sé best gert með öflugu samtali og samráði allra sveitarfélaga við Eyjafjörð með þátttöku íbúa og þekkingarsamfélags.

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hann óski nú þegar eftir mati á burðarþoli Eyjafjarðar m.t.t. fiskeldis og að í beinu framhaldi verði unnið áhættumat fyrir erfðablöndun vegna mögulegs fiskeldis í Eyjafirði.

Að síðustu ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að áfram verði unnið í anda þess samráðs sem verið hefur með sveitarfélögum í firðinum og að virðing sé ætíð borin fyrir sjónarmiðum þeirra sem sjá tækifæri framtíðar í fiskeldi.

Bæjarstjóra falið að koma ofangreindum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra, sveitarfélögin við Eyjafjörð og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

8.Aldingarður Æskunnar

Málsnúmer 2005049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Garðyrkjufélags Tröllaskaga Norðurs, dags. 15.05.2020 þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð í formi vinnuframlags vinnuskóla við að slá og hirða svæðið sem garðyrkjufélagið fékk úthlutað undir Aldingarð æskunnar. Einnig er óskað eftir styrk fyrir möl í inngang svæðisins og í opinn hring sem er á svæðinu, þar sem á að koma fyrir borði og kollum úr rekaviði sem gefið er til minningar um Fjólu frá Kálfsárkoti sem vann á Leikhólum til fjölda ára.

Bæjarráð samþykkir að fela sláttuliði og vinnuskóla að slá og hirða gras á svæðinu.
Fylgiskjöl:

9.Skógræktarfélag Ólafsfjarðar & Skíðafélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2005050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 06.05.2020, þar sem óskað er eftir samkomulagi við Fjallabyggð um land sem deiliskipulagt er í landi Hornbrekku og einnig fyrir neðan veg meðfram göngustíg við Ólafsfjarðarvatn að hlíðarlæk. Landið verði nýtt til hverskonar útivistar, s.s. skíða-, hjóla- og göngubrautar og gróðursett verði meðfram brautum til að mynda skjól og halda snjónum lengur í brautum að vetri til.

Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvenær Vegagerðin muni færa grindarhlið fyrir neðan Hornbrekku að hlíðarlæk eins og lofað var.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og felur deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við Vegagerðina varðandi tímasetningu á tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku að hlíðarlæk.

10.Umferðaröryggi

Málsnúmer 2005032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar varðandi hámarkshraða í húsagötum/íbúagötum í Fjallabyggð, dags. 17.05.2020

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20.05.2020 að fela nefndinni að endurskoða ákvörðun um hámarkshraða í íbúagötum.

11.Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn séu í samræmi við lög og reglur.

Málsnúmer 2002045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14.05.2020 er varðar fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.

12.Leikvöllur - Tími til endurnýjunar

Málsnúmer 2005068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristrúnar Þórðardóttur, dags. 21.05.2020 þar sem óskað er eftir að leikvöllur við Laugarveg á Siglufirði verði lagfærður.

Bæjarráð samþykkir að fela tæknideild að lagfæra leikvöllinn hið fyrsta.

13.Laxeldi í Eyjafirði

Málsnúmer 2005069Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar, dags. 20.05.2020 er varðar laxeldi með aðstöðu í Ólafsfirði og áskorun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar til sjávarútvegsráðherra um að veita ekki leyfi fyrir laxeldi í Eyjafirði. Spurt er um afstöðu núverandi bæjarstjórnar til laxeldis í Eyjafirði, hvort breyting hafi orðið á viljayfirlýsingu við Arnarlax og hvort bæjarstjórn muni skora á sjávarútvegsráðherra að leyfa laxeldi í Eyjafirði?

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu með vísan í bókun bæjarráðs við 7. lið þessarar fundargerðar.

14.Breyting á reglum um birtingu gagna með fundargerðum

Málsnúmer 2005051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að almennar reglur um birtingu gagna verði teknar fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

15.Frá nefndasviði Alþingis - mál til umsagnar

Málsnúmer 2005035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Fundi slitið - kl. 09:15.