Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.
Lagt fram erindi Ingva Óskarssonar fh. Ingva Óskarssonar ehf., dags. 29.05.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi útboð í götulýsingu 1. áfanga, útskipting ljóskerja og stólpa.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 04.06.2019 þar sem fram kemur að deildarstjóri hefur átt samtal við báða bjóðendur í verkið "Útskipting ljóskerja og stólpa" og er ljóst eftir þær viðræður að verktakarnir hafa boðið í verkið með sitthvorn skilning á einum verkþætti. Þessi verkþáttur er mjög veigamikill í verkinu og þess vegna er svo mikill munur á tilboðum. Undirritaður leggur til við bæjarráð að útboðsgögn verði lagfærð og verkið boðið út að nýju.
Raffó ehf hefur fallið frá tilboði sínu með tölvupósti dags. 4. júní 2019 vegna þessa misskilnings á gögnum.
Bæjarráð samþykkir í ljósi ofangreinds að hafna tilboði Ingva Óskarssonar ehf vegna mistúlkunar á gögnum og felur deildarstjóra að lagfæra útboðsgögn og bjóða verkið út að nýju.
Vegna ljóskera þar sem eftirfarandi birgjum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Johan Rönning hf
Reykjafell hf
O. Johnson & Kaaber hf
S. Guðjónsson hf
Ískraft hf
Smith & Norland hf
Fálkinn
Jóhann Ólafsson hf
Rafmiðlun hf.
Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnunina.