Málsnúmer 1905078Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi Steinþórs Jónssonar fh. Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), dags. 28.05.2019 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð bjóði til móttöku með stuttri kynningu af svæðinu fimmtudaginn 6. júní nk. FÍB og norrænu systrafélögin; Forenede Danske Motorejere frá Danmörku, Autoliitto (AL) frá Finnlandi, Norges Automobil-Forbund (NAF) frá Noregi og Motormännens Riksförbund (M) frá Svíþjóð munu ferðast um Norðurland dagana 6.- 8. júní í tengslum við árlegan stefnumörkunar- og samstarfsfund norræna bifreiðaeigendafélaga, sem fram fer hér á landi fimmta hvert ár. Samhliða fundinum verður haldin sérstök kynning á Íslandi sem áhugaverðum áfangastað fyrir ferðalanga og félaga í þessum félögum.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra og markaðs- og menningarfulltrúa úrvinnslu málsins. Kostnaður vegna móttöku rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.