Bæjarráð Fjallabyggðar

609. fundur 18. júní 2019 kl. 16:30 - 17:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir varamaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Þróun og þjónustumöguleikar í vefmálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1906017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Stefnu ehf. varðandi niðurstöður könnunar fyrir lausnir í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

2.Götulýsing 1. áfangi

Málsnúmer 1903002Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Götulýsing, útskipti ljóskerja og stólpa" þriðjudaginn 18 júní.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Ingvi Óskarsson ehf. kr. 22.887.600
Raffó ehf. kr 25.571.074
Kostnaðaráætlun er kr. 25.411.000.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingva Óskarssonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

3.Malbik á bæjarbryggju

Málsnúmer 1905086Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Endurnýjun á þekju við Bæjarbryggju" þriðjudaginn 18. júní.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. kr. 4.662.320,
Sölvi Sölvason kr. 4.772.000,
Kostnaðaráætlun er kr. 4.350.000.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

4.Aukalandsþings sambandsins 2019

Málsnúmer 1906018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.06.2019 er varðar boðun á XXXIV landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður föstudaginn 6. september nk. á Grand hótel Reykjavík kl. 10:30-15:00

5.Stofnfundur samráðsvettvangs sveitarfélaga

Málsnúmer 1906024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.06.2019 vegna boðunar á stofnfund vegna samráðsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál þann 19. júní nk. kl. 13:00-14:30 í fundarsal Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, Vindheimum.
Jafnframt eru þau sveitarfélög sem ætla að taka þátt í stofnun samráðsvettvangs beðin um að skrá tengilið til að sjá um samskipti af hálfu sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samráðsvettvangnum og að deildarstjóri tæknideildar verði skráður tengiliður sveitarfélagsins.

6.Fyrirtækjakönnun á Íslandi

Málsnúmer 1906026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Fyrirtækjakönnun á Íslandi - könnun á meðal fyrirtækja sem starfa á landsbyggðinni sem unnin var í júní 2019 fyrir atvinnuþróunarfélögin, Byggðarstofnun og landshlutasamtökin.

7.Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ

Málsnúmer 1906028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 13.06.2019 þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ föstudaginn 20. september, nk. á Hótel Natura.

8.Ársskýrsla Síldarminjasafns Íslands ses. 2018

Málsnúmer 1906029Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir rekstrarárið 2018.

9.Íbúðir til kaups

Málsnúmer 1906032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Víðis Arnars Kristjánssonar hjá fasteignasölunni Dómusnova, dags. 13.06.2019 vegna fyrirspurnar um hugsanleg kaup skjólstæðings á félagslegum leiguíbúðum sveitarfélagsins að Ólafsvegi 32 og 34 í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu. Ein íbúð er í söluferli í Ólafsvegi 34. Bæjarráð hefur ekki samþykkt söluheimild fyrir fleiri íbúðir en stefnt er að því að selja íbúðir sveitarfélagsins í Ólafsvegi 34 og verður leigendum þá boðinn forkaupsréttur eins og tíðkast hefur við sölu félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélagsins. Íbúðir í Ólafsvegi 32 eru ekki til sölu.

10.Fundargerðir 2019

Málsnúmer 1906027Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Fjallasala ses. frá 14.03.2019 og frá 09.05.2019.

Fundi slitið - kl. 17:10.