Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.

Málsnúmer 2202080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lögð fram úttekt HLH Ráðgjafar á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur að úrbótum. Úttektin er unnin í framhaldi af samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við HLH Ráðgjöf um greiningu á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og gerð tillagna að úrbótum með það að markmiði að nýta mætti samfélagsmiðla betur til að miðla og taka við upplýsingum frá almenningi.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framlagða úttekt og tillögur og samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna minnisblað með tillögu að aðgerðaáætlun byggt á þeim tillögum sem fram koma í úttektinni. Einnig er deildarstjóra falið að vinna drög að samfélagsmiðlastefnu fyrir sveitarfélagið og leggja fyrir bæjarráð. Að síðustu vísar bæjarráð framlagðri skýrslu til kynningar og umræðu í markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 09.05.2022

Lögð fram skýrsla frá HLH ráðgjöf um greiningu á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur um hvernig Fjallabyggð gæti nýtt betur samfélagsmiðla til að miðla, markaðssetja og taka við upplýsingum frá almenningi.
Lagt fram til kynningar
Skýrslan lögð fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd frestar frekari umfjöllun um skýrsluna.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 02.02.2023

Árið 2021 var framkvæmd greining á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og í framhaldinu lagðar fram tillögur að frekari nýtingu þeirra og gerð samfélagsmiðlastefnu.
Afgreiðslu frestað
Umræðu og afgreiðslu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 02.03.2023

Árið 2021 var framkvæmd greining á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og í
framhaldinu lagðar fram tillögur að frekari nýtingu þeirra og gerð
samfélagsmiðlastefnu.
Tillögurnar voru lagðar fyrir síðasta fund markaðs- og menningarnefndar sem frestaði umræðu og afgreiðslu til næsta fundar.
Vísað til bæjarráðs
Markaðs- og menningarnefnd hefur yfirfarið tillögur úr skýrslu sem unnin var eftir úttekt á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar árið 2021. Margar af tillögunum eru þegar komnar í virkni, öðrum er fyrirkomið í drögum að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir drög að samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar fyrir sitt leyti og vísar til umfjöllunar í bæjarráði. Einnig felur nefndin markaðs- og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera grein fyrir stöðu hverrar tillögu fyrir sig og leggja til kynningar fyrir bæjarráð ásamt stefnunni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Árið 2021 var framkvæmd greining á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og í framhaldinu lagðar fram tillögur að frekari nýtingu þeirra og gerð samfélagsmiðlastefnu.
Markaðs- og menningarnefnd hefur yfirfarið tillögurnar og vísar drögum að Samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar til umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.