Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

86. fundur 09. maí 2022 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ólafur Stefánsson og Ida M. Semey sátu fundinn gegnum fjarfundarforritið Teams.

1.Tjarnarborg - starfið 2021

Málsnúmer 2204078Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður Tjarnarborgar fer yfir starf menningarhússins á síðasta ári.
Lagt fram til kynningar
Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar var gestur fundarins undir þessum lið. Hún fór yfir starf síðasta árs í Tjarnarborg. Nefndin þakkar Ástu fyrir greinargóða yfirferð.

2.Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.

Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla frá HLH ráðgjöf um greiningu á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur um hvernig Fjallabyggð gæti nýtt betur samfélagsmiðla til að miðla, markaðssetja og taka við upplýsingum frá almenningi.
Lagt fram til kynningar
Skýrslan lögð fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd frestar frekari umfjöllun um skýrsluna.

3.17. júní 2022

Málsnúmer 2203002Vakta málsnúmer

Auglýsing eftir umsjónaraðila hátíðarhalda á 17. júní hefur ekki borið árangur.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa að nýju eftir umsjónaraðila hátíðarhalda á 17. júní.

Fundi slitið - kl. 18:15.