Bæjarráð Fjallabyggðar

781. fundur 07. mars 2023 kl. 08:15 - 08:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi

Málsnúmer 2302006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 1. febrúar 2023 vegna umsóknar Reitsmýrar ehf. um rekstrarleyfi gistingar í flokki II við Hvanneyrarbraut 32b. Einnig lagðar fram umsagnir Slökkviliðs Fjallabyggðar og deildarstjóra tæknideildar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og veitir starfsleyfi fyrir sitt leyti.

2.Umsókn um leyfi til borunar eftir vatni

Málsnúmer 2303002Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Hins Norðlenzka styrjufélags ehf. um leyfi til borunar holu til vatnsöflunar fyrir fiskeldi félagsins. Fram kemur í beiðninni að félagið muni sjálft ábyrgjast framkvæmdina.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Hins Norðlenzka styrjufélagsins ehf. vegna borunar eftir vatni á lóð fyrirtækisins, en minnir á skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart Norðurorku, þ.e. sem snýr að heitu vatni yfir 60°C.

Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.

3.Umsókn um lóð - Eyrargata 26 Siglufirði

Málsnúmer 2302048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17.2.2023 þar sem Verkstjórn ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 26 við Eyrargötu á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Eyrargötu 26 til Verkstjórnar ehf.

4.Sveitarfélag ársins 2023 - könnun

Málsnúmer 2303006Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf BSRB þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Tilgangurinn með könnuninni Sveitarfélag ársins er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Þátttaka miðast við fastráðið starfsfólk í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin verður send til alls félagsfólks þeirra félaga sem standa að könnuninni, en kjósi sveitarfélagið að taka þátt verður könnunin send öllu starfsfólki sveitarfélagsins óháð félagsaðild. Ef allt starfsfólk tekur þátt, fæst heildstæð mynd af starfsumhverfi sveitarfélaganna. Þannig er hægt að bera saman starfsumhverfi sveitarfélaga innbyrðis og sveitarfélaga og ríkis sem og almenna markaðarins.

Samþykkt
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhuga á þátttöku í verkefninu og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að sjá um verkefnið fyrir hönd Fjallabyggðar. Bæjarráð leggur áherslu á að könnunin verði kynnt starfsfólki vel og það hvatt til þátttöku.

5.Áhrif loftslagsbreytinga og sveitarfélög - boð til þátttöku í C.10 aðgerð í byggðaáætlun

Málsnúmer 2303007Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu Fjallabyggð er hér með boðin þátttaka í samstarfs- og þróunarverkefni sem snýr að aðlögun sveitarfélaga að loftslagsbreytingum. Viðfangsefni Fjallabyggðar yrði ágangur sjávar vegna hækkandi yfirborðs sjávar.
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð fyrir valinu vegna sérstöðu þess þegar kemur að áskorunum er tengjast hækkandi yfirborði sjávar og mögulegum afleiðingum fyrir íbúabyggð, atvinnuhúsnæði og hafnarmannvirki.

Fjallabyggð er eitt þriggja sveitarfélaga sem boðin er þátttaka í verkefninu út frá svokallaðri þröngri nálgun. Þar er áhersla lögð á aðlögunarþörf og aðgerðir með tilliti til einnar sértækrar afleiðingar loftslagsbreytinga. Nánari upplýsingar um þrönga og víða nálgun er að finna hér að neðan.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar því að Fjallabyggð hafi verið valin til þátttöku í verkefninu. Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi hefur verið tilnefndur fulltrúi sveitarfélagsins og Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi til vara.

6.Veiðiréttur í Fjarðará í Ólafsfirði

Málsnúmer 2303008Vakta málsnúmer

Á stjórnarfundi Veiðifélags Ólafsfjarðar sem haldinn var þann 24.01.23 var m.a. tekin til afgreiðslu tilboð þau sem bárust í leigu veiðiréttar í Fjarðará í Ólafsfirði.
Alls bárust fimm tilboð. Niðurstöður atkvæðagreiðslu stjórnar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Molta fundargerðir og gögn.

Málsnúmer 2302063Vakta málsnúmer

Fundargerð 108. fundar stjórnar Moltu ásamt ársreikningi fyrir árið 2022 og gjaldskrá ársins 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 295. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 96. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:50.