Lagt fram dreifibréf BSRB þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Tilgangurinn með könnuninni Sveitarfélag ársins er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Þátttaka miðast við fastráðið starfsfólk í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin verður send til alls félagsfólks þeirra félaga sem standa að könnuninni, en kjósi sveitarfélagið að taka þátt verður könnunin send öllu starfsfólki sveitarfélagsins óháð félagsaðild. Ef allt starfsfólk tekur þátt, fæst heildstæð mynd af starfsumhverfi sveitarfélaganna. Þannig er hægt að bera saman starfsumhverfi sveitarfélaga innbyrðis og sveitarfélaga og ríkis sem og almenna markaðarins.
Samþykkt