Umsókn um leyfi til borunar eftir vatni

Málsnúmer 2303002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 07.03.2023

Lögð fram beiðni Hins Norðlenzka styrjufélags ehf. um leyfi til borunar holu til vatnsöflunar fyrir fiskeldi félagsins. Fram kemur í beiðninni að félagið muni sjálft ábyrgjast framkvæmdina.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Hins Norðlenzka styrjufélagsins ehf. vegna borunar eftir vatni á lóð fyrirtækisins, en minnir á skuldbindingar sveitarfélagsins gagnvart Norðurorku, þ.e. sem snýr að heitu vatni yfir 60°C.

Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.