Bæjarráð Fjallabyggðar

804. fundur 15. september 2023 kl. 08:15 - 09:58 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Hátindur 60

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins og fór yfir stöðuskýrslu fyrir Hátind 60 , sem er nýsköpunar- og þróunarverkefni í þjónustu við eldra fólk í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra Félagsmáladeildar fyrir yfirferðina á málefnum Hátinds 60 .

2.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í viðbyggingu við grunnskólann á Ólafsfirði þriðjudaginn 5. september. Lagt fram minnisblað hönnuða vegna mats á tilboðinu.
Aðeins barst eitt tilboð í verkið og var það 55% yfir kostnaðaráætlun.
Samþykkt
Í samræmi við tilmæli minnisblaðs hönnuða hafnar bæjarráð því tilboði sem kom í verkið.
Samþykkt með þremur atkvæðum.

Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það eru veruleg vonbrigði að ekki skuli hafa fengist ásættanleg tilboð í viðbyggingu grunnskólans í Ólafsfirði, þrátt fyrir að verktími hafi verið lengdur í seinna útboði.
Undirritaður leggur til að kannað verði með að bjóða verkið út í smærri verkþáttum. Það má hugsa sér að jarðvinna og grunnur verði boðin út saman eða í sitthvoru lagi. Jafnframt að kannað verði hjá hönnuðum byggingarinnar að annað byggingarefni verði fyrir valinu t.d. límtréseiningar. Kosturinn við það er að hægt er að reisa bygginguna á hvaða tíma ársins sem er.
Nú þarf að leita allra leiða til að byggingin rísi sem fyrst og komist í notkun.

3.Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026

Málsnúmer 2309040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna snjómoksturs í Fjallabyggð fyrir tímabilið 2023 - 2026.
Vísað til nefndar
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útboðsgögn og forsendur þeirra en vísar þeim til umsagnar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.

4.Vagnaskýli við Leikhóla

Málsnúmer 2308028Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að byggt verði lokað vagnaskýli við Leikhóla og minniháttar breytingar verði gerðar innanhúss til að svara aukinni þörf fyrir vistunarrými um næstu áramót.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að útbúa viðauka í samræmi við umræður á fundinum.

5.Verkefni fjármála og stjórnsýsludeildar

Málsnúmer 2302062Vakta málsnúmer

Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála mætir á fund og fór yfir helstu verkefni á deildinni.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferð á verkefnum deildarinnar. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að vinna við fjárhagsáætlun er hafin og komin vel á veg.

6.Niðurstöður launagreiningar 2023.

Málsnúmer 2309048Vakta málsnúmer

Niðurstöður launagreiningar skv. jafnlaunastefnu Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar niðurstöðu launagreiningar 2023 og sérstaklega þeim góða árangri sem hefur náðst þegar kemur að jöfnun launamunar kynjanna.

7.Svæði undir hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2309053Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um svæði undir hraðhleðslustöðvar í Fjallabyggð.
Vísað til nefndar
Málinu er vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til frekari umfjöllunar.

8.Stuðningur við íslenskukennslu fyrir einstaklinga af erlendum uppruna

Málsnúmer 2309043Vakta málsnúmer

Minnisblað frá bæjarstjóra þar sem lagt er til að Fjallabyggð styðji við íslenskukennslu starfsmanna af erlendum uppruna.
Samþykkt
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og tekur undir að mikilvægt sé að fólki af erlendum uppruna verði gert kleift að sækja íslenskukennslu.

9.Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2023-2024

Málsnúmer 2309026Vakta málsnúmer

Innviðaráðherra hefur samþykkt breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta framkvæma þarfagreiningu í samráði við deildarstjóra og stofnanir sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.

10.Afnot af félagsmiðstöðinni Neon fyrir erlenda íbúa Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2309030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi um afnot af félagsmiðstöðinni NEON fyrir samkomu erlendra íbúa Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirspurnina en þakkar forsvarsmönnum fyrir frumkvæðið í þessu mikilvæga samfélagsverkefni. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála falið að ganga frá samningi við fyrirspyrjendur.

11.Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi - Höllin

Málsnúmer 2309041Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi Hallarinnar Veitingahúss á Ólafsfirði, fyrir 16 ára dansleik.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að tækifærisleyfið verði veitt.

12.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni vegna umsóknar Sunnu ehf. um leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað að Vetrarbraut 8-10.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að efnisatriði umsóknar séu uppfyllt og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar skólanefndar TÁT lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:58.