Vagnaskýli við Leikhóla

Málsnúmer 2308028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15.09.2023

Óskað er eftir að byggt verði lokað vagnaskýli við Leikhóla og minniháttar breytingar verði gerðar innanhúss til að svara aukinni þörf fyrir vistunarrými um næstu áramót.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að útbúa viðauka í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Lagður fram viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð kr. 7.000.000, vegna byggingar lokaðs vagnaskýlis við Leikhóla og minniháttar breytingar verði gerðar innanhúss til að svara aukinni þörf fyrir vistunarrými um næstu áramót. Viðaukanum verður mætt með lækkun á áætluðum framkvæmdakostnaði við viðbyggingu grunnskólans á Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.